Ég er einn af stofnendum tölvuleikjafyrirtækisins Radiant Games. Þrír tölvunarfræðingar og ég; hönnuður og teiknari, vildu búa börn betur undir framtíðina. Líkt og fullorðnir, læra börn best ef þau hafa gaman af efninu og við ákváðum að gera tölvuleik sem börn vildu spila upp á skemmtunina eina saman en læra um leið undirstöðuatriði forritunar og röklegrar hugsunar. Sá leikur er Box Island. Vinnuteymið vorum við fjórir stofnendurnir en þegar mest lét voru allt upp í tíu manns að vinna að leiknum í þremur mismunandi tímabeltum.
Ég sá um að hanna og samræma bæði útlit leiksinss og allt efni tengt honum og fyrirtækinu. Daglega sá ég um teikningu, hönnun, hreyfigerð og alla útfærslu á viðmóti innan leiksins auk þess að hafa yfirsýn á öllu sem viðkom útliti, í leik og utan.
Í gegnum ómælda vinnu hefur Box Island náð áföngum sem eru langt frá því að vera sjálfgefnir. Þar má nefna að yfir 500.000 notendur hafa sótt Box Island, sem gerir hann að næst mest spilaða íslenska leik allra tíma, á eftir Eve Online. Ásamt fleiri viðurkenninga hlaut leikurinn verðlaun í flokknum 'Best Fun for Everyone' á Nordic Game 2016. Við fengum umfjöllun í nokkrum af stærstu tæknimiðlum heims, t.a.m. TechCrunch, TheNextWeb og Mashable og vorum featured á bæði App Store og Play Store í tugum landa.
Ég sá um að hanna og samræma bæði útlit leiksinss og allt efni tengt honum og fyrirtækinu. Daglega sá ég um teikningu, hönnun, hreyfigerð og alla útfærslu á viðmóti innan leiksins auk þess að hafa yfirsýn á öllu sem viðkom útliti, í leik og utan.
Í gegnum ómælda vinnu hefur Box Island náð áföngum sem eru langt frá því að vera sjálfgefnir. Þar má nefna að yfir 500.000 notendur hafa sótt Box Island, sem gerir hann að næst mest spilaða íslenska leik allra tíma, á eftir Eve Online. Ásamt fleiri viðurkenninga hlaut leikurinn verðlaun í flokknum 'Best Fun for Everyone' á Nordic Game 2016. Við fengum umfjöllun í nokkrum af stærstu tæknimiðlum heims, t.a.m. TechCrunch, TheNextWeb og Mashable og vorum featured á bæði App Store og Play Store í tugum landa.